Á aðalfundi Íslandsbanka sem haldinn var í gær komu þrír nýir aðilar inn í stjórnina ásamt því sem nýr stjórnarformaður tók við.

Eftirtaldir voru endurkjörnir í stjórnina:

  • Anna Þórðardóttir
  • Árni Stefánsson
  • Heiðrún Jónsdóttir
  • Hallgrímur Snorrason, sem jafnframt var kjörinn formaður stjórnar.

Nýir stjórnarmenn sem hlutu kjör vor:

  • Flóki Halldórsson
  • Frosti Ólafsson
  • Guðrún Þorgeirsdóttir.

Herdís Gunnarsdóttir var kjörin til áframhaldandi setu í varastjórn bankans. Óskar Jósefsson var kjörinn nýr varamaður í stjórn bankans í stað Pálma Kristinssonar. Friðrik Sophusson fráfarandi formaður stjórnar flutti skýrslu á fundinum, en hann hætti jafnframt í stjórninni.

Hallgrímur Snorrason
Hallgrímur Snorrason
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Nýr stjórnarformaður er eins og áður segir Hallgrímur Snorrason, sem jafnframt situr í endurskoðunarnefnd.

Hallgrímur starfar sjálfstætt sem ráðgjafi í opinberri hagskýrslugerð. Hann gegndi starfi Hagstofustjóra 1985-2007 og var aðstoðarforstjóri Þjóðhagsstofnunar 1980-1984.

Hann hefur setið í fjölda stjórna, m.a. bankaráði Útvegsbanka Íslands, Skýrr og Auði Capital. Hann hefur jafnframt verið formaður ýmissa stjórnskipaðra nefnda, bæði innlendra sem og nefnda tengdum norrænu samstarfi, EFTA, ESB og OECD.

Hallgrímur er með M.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Lundi og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Edinborg.