Einar Hrafn Stefánsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Einar er í hljómsveitinni Vök sem vann plötu ársins í raftónlist á Íslensku tónlistarverðlaunum 2017. Einnig er hann einn af stofnendum gjörninga-sveitarinnar Hatari sem keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision á síðasta ári. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Einar er með B.S. í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands auk gráðu í hljóðtækni frá SAE í Amsterdam. Einar starfaði áður sem markaðsfulltrúi og viðburðastjóri hjá Red Bull í Ölgerðinni frá 2017.