Eyrún Huld Harðardóttir hefur verið ráðin leiðtogi markaðsmála hjá Símanum, en hún hefur mikla reynslu af markaðs og þjónustumálum eftir að hafa verið í 15 ár í fjármálageiranum. „Það er mjög gaman að taka við þessu starfi en Síminn hefur oft verið framúrskarandi þegar kemur að markaðsmálum. Það er því spennandi að taka við þessu starfi með frábæra teyminu sem fylgir því. Móttökur starfsfólksins hafa líka verið frábærar.“

Eyrún Huld segir spennandi tíma vera framundan hjá Símanum þar sem verið sé að breyta gamalgrónu og traustu fjarskiptafélagi í stafrænt þjónustufyrirtæki. „Tækifærin á þessari vegferð eru mörg sem gerir þetta verkefni enn skemmtilegra og ég hlakka mikið til að leggja í þessa vegferð með teyminu mínu.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði