Hildur Birna Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sölustjóra hjá Optima. Hildur Birna mun hafa umsjón með sölu á rekstrarvörum til fyrirtækja meðal annars á pappír og prentvörum. Einnig mun hún hafa undir höndum sölu og tilboðsgerð á skjala- og öryggisskápum.

Hildur Birna hefur áður starfað við sölu á rekstrarvörum til fyrirtækja þar sem hún starfaði frá árunum 2001-2007 hjá Egilsson/Office 1 sem sölumaður og seinna sölustjóri á fyrirtækjasviði. Frá árunum 2008-2014 starfaði hún hjá fjarskiptafyrirtækinu Vodafone á fyrirtækjasviði sem sölumaður og seinna viðskiptastjóri fyrirtækja.