Hreinn Gústavsson hefur tekið við sem tæknistjóri Dropp þar sem hann leiðir hugbúnaðarþróun fyrir vöruafhendingar netverslana.

Hreinn starfaði síðast sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Já en hann var áður eigandi Leggja sem var selt til Já árið 2017. Hann er einn af stofnendum og fyrrverandi framkvæmdastjóri Stokks Software. Áður starfaði Hreinn hjá Nova, Miði.is og Vodafone. Hreinn er kerfisfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.

Dropp byrjaði að afhenda vörur á bensínstöðvum N1 í nóvember en félagið afhendir fyrir Elko, TVG Xpress og Asos, en félagið segir að fleiri viðskiptavinir muni bætast við á næstunni. Á meðal hluthafa félagsins eru Festi hf. og í stjórn eru Jón Björnsson og Guðjón Reynisson.