Ingólfur Guðmundsson, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), hefur látið af störfum en hann hefur gengt stöðunni frá árinu 2019. Fyrirtækið leitar nú að alþjóðlegum stjórnanda í hans stað, að því er kemur fram í frétt Innherja.

Björk Kristjánsdóttir, sem var ráðin fjármálastjóri CRI fyrir rúmu ári síðan, mun gegna stöðu forstjóra á meðan ráðningarferlið stendur yfir.

CRI, sem var stofnað árið 2006, byggði fyrstu verksmiðjuna sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, í Svartsengi, en afurðin hefur verið seld innanlands og á Evrópumarkaði. Fyrirtækið þróar jafnframt og selur heildstæða tæknilausn til að framleiða vistvænt eldsneyti og efnavöru fyrir almennan markað.

Björk Kristjánsdóttir, fjármálastjóri CRI
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Björk Kristjánsdóttir, fjármálastjóri CRI.