Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen hefur verið ráðin forstöðukona Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík.

Í tilkyninngu frá skólanum kemur fram að í starfinu sé henni meðal annars ætlað að „leiða sókn Opna háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum afgerandi sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda.“

Ingunn var áður aðstoðarframkvæmdastýra Mjölnis og er einn eigenda heilahristingsmóttökunnar Heilaheilsu. Hún varði nýlega doktorsverkefni sitt við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, en lauk grunnnámi og meistaragráðu í sálfræði við Háskóla Íslands.

Um Opna háskólann:

„Opni háskólinn í HR býður atvinnulífinu og einstaklingum endurmenntun og símenntun til að hjálpa vinnustöðum og fólki við að ná markmiðum, skerpa á þekkingu og bæta við nýjum styrkleikum. Jafnframt vinnur Opni háskólinn með fyrirtækjum og stofnunum sem óska eftir sérsniðnum og heildrænum lausnum í fræðslumálum.“