Heilbrigðistæknifyrirtækið Risk hefur ráðið Jo Kim í stöðu framkvæmdastjóra erlendrar viðskiptaþróunar. Kim er fyrrverandi framkvæmdastjóri Medis á Íslandi og á að baki áratuga reynslu innan heilbrigðis- og lyfjageirans víða um heim.

Áður gegndi Jo stöðu aðstoðar framkvæmdastjóra Asíumarkaðs fyrir lyfjafyrirtækið Synthon ásamt því að hafa byggt upp B2B starfsemi fyrirtækisins í Japan og Suður-Kóreu. Jo er menntaður lyfjafræðingur og lauk prófi frá University of Sydney.

„Það er mikill fengur fyrir félagið að fá Jo Kim til liðs við okkur. Jo býr yfir hafsjó af reynslu innan alþjóðlegrar viðskiptaþróunar sem mun nýtast gríðarlega vel samfara veksti fyrirtækisins erlendis á næstu árum. RetinaRisk er hratt að víkka út starfsemi sína samhliða því að stofna dótturfélag á Indlandi og mun viðskiptaþróunarreynsla Jo á þessum mörkuðum skipta sköpum á næstunni,” segir Ægir Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri RetinaRisk.

Risk var stofnað af Einari Stefánssyni, augnlækni, Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði og Örnu Guðmundsdóttur, innkirtlalækni. RetinaRisk áhættureiknirinn er sá fyrsti í röð áhættureikna fyrir sykursýki og aðra króníska sjúkdóma sem eru í þróun