Jón Mikael Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Notendalausna hjá Origo og mun hann hefja störf 1. september næstkomandi. Hann tekur við stöðunni af Gunnari Zoëga sem var ráðinn forstjóri Opinna kerfa í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Jón Mikael kemur frá Ölgerðinni þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri Danól frá 2017. Hann hefur starfað hjá Ölgerðinni og félögum innan samsteypunnar síðastliðin 20 ár þar sem hann hefur sinnt hinum ýmsu stjórnendastöðum, bæði sem sölu- og markaðsstjóri, vörumerkjastjóri og framkvæmdastjóri Danól.

Jón Mikael er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og Erasmus University í Hollandi.