Karítas Diðriksdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður yfir Bretlandsmarkaði hjá BIOEFFECT.

Karítas starfaði áður sem ráðgjafi, m.a. fyrir Hönnunarmiðstöð, As We Grow og EXEDRA. Hún hefur víðtæka alþjóðlega reynslu. Hún ólst upp í Lúxemborg og hefur m.a. starfað í fjármálageiranum í London og tískugeiranum. Hún hefur verið markaðsstjóri igló+indi og starfaði hja hátískufyrirtækinu Moda Operandi í New York.

Karítas er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og stundar stjórnendanám við Stanford háskóla Jafnframt er hún formaður EXEMPLA.