Kristján Valur Jónsson hefur hafið störf hjá SecureIT sem ráðgjafi á sviði net- og upplýsingaöryggis. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Hjá SecureIT mun Kristján sinna ráðgjöf, netöryggisfræðslu, innbrotsprófunum og ýmsums úttektarverkefnum. Hann er með meistaragráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að vera með doktorspróf þaðan og frá KTH í Stokkhólmi árið 2012.

Kristján hefur í gegnum tíðina unnið að verkefnum tengdum hugbúnaðargerð, kerfishönnun og öryggismálum. Undanfarin fimm ár hefur hann starfað sem tæknilegur leiðtogi netöryggissveitar Póst og fjarskiptastofnunar, CERT-IS.