FlyOver Iceland réð Svanlaugu Rós Ásgeirsdóttur sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins í síðasta mánuði en hún býr að víðtækri reynslu úr ferðaþjónustu og sérfræðiþekkingu á sviði sölu- og markaðsmála.

Hún hefur áður starfað hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á borð við Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, Icelandia og stofnaði fyrirtækið Islandia 360 árið 2010.

Svanlaug er með BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistarapróf í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið diplómanámi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ.

Hún hóf störf hjá FlyOver Iceland rétt fyrir áramót 2023. Þar á undan hafði hún starfað hjá Reykjavik Excursions í nokkur ár þegar hún sá að fyrirtækið var að auglýsa eftir verkefnastjóra í sölu- og markaðsmálum.

Nánar er fjallað um Svanlaugu í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.