Lára Hannesdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður vöru- og verkefnastýringar Creditinfo á Íslandi, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Hún hóf störf hjá Creditinfo árið 2017, þá sem vöru- og verkefnastjóri.

Áður starfaði hún hjá Símanum sem sérfræðingur í umbótaverkefnum (eþ lean management) og sem fjárfestingastjóri hjá Thule Investments. Lára er iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum Politécnica de Catalunya.

Lára Hannesdóttir:

„Ég er spennt fyrir því að leiða öflugt teymi vöru- og verkefnastjóra hjá Creditinfo. Hjá Creditinfo starfar reynslumikill hópur sérfræðinga við fjölbreytta og metnaðarfulla vöruþróun. Tækifærin eru mikil og mun ég kappkosta við að framfylgja áherslu Creditinfo á nýsköpun í vöruframboði félagsins.“

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo:

„Lára er mjög vel í stakk búin til að leiða metnaðarfulla vöruþróun Creditinfo í takt við kröfur viðskiptavina og örar breytingar í umhverfinu. Creditinfo býður upp á fjölbreyttar lausnir og er margt spennandi á döfinni í vöruþróun fyrirtækisins.“