Lóa Bára Magnúsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Origo. Lóa mun hefja störf í byrjun janúar en hún er núna markaðsstjóri Heimstaden leigufélags og hefur unnið að uppbyggingu vörumerkisins á Íslandi.

Lóa bjó áður í ellefu ár í Noregi þar sem hún stýrði vörumerkjum á norska dagvörumarkaðnum. Hún sinnti þar vöruþróun, markaðssamskiptum og stefnumótun hjá neytendavörufyrirtækjunum Orkla og Cloetta.

Lóa er með BSc gráðu í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MA í Alþjóðamarkaðsfræði frá European Business School London.

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunar- og markaðssviði Origo:

„Við erum á fleygiferð að pakka inn lausnum og einfalda vöruframboð Origo fyrir viðskiptavinum okkar. Lóa kemur beint inn í þau verkefni og það verður gaman að vinna að því að koma lausnum og betri tækni á framfæri sem bæta líf fólks með enn öflugri hætti.“