Magdalena Anna Torfadóttir hefur verið gerð að aðstoðarritstjóra Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins, en fyrir var hún blaðamaður þar.

Auk blaðamannsstarfsins stýrir Magdalena sjónvarpi Markaðarins og er umsjónarmaður hlaðvarpsins Fjármálakastið. Hún gekk til liðs við Markaðinn síðasta haust, en áður hafði hún starfað stuttlega hjá Arctica Finance og þar áður sem blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu samhliða námi frá 2018 til 2020.

Magdalena er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Reykjavíkur.

Auk Magdalenu starfa hjá miðlinum þeir Guðmundur Gunnarsson nýráðinn ritstjóri – sem tók við af Helga Vífli Júlíussyni arftaka Harðar Ægissonar þegar þeim fyrrnefnda var óvænt sagt upp störfum eftir 4 ár hjá Markaðnum í síðasta mánuði – og Ólafur Arnarson, sem hóf störf síðasta haust.