Magnús Ágústsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Danske Bank og mun taka við hlutverkinu í síðasta lagi í desember á þessu ári. Vísir greindi fyrst frá þessu.

Magnús tekur við af Carsten Egeriis sem var ráðinn framkvæmdastjóri Danske Bank í apríl. Magnús er með MSc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og kemur frá sænska bankanum SEB þar sem að hann gegndi einnig starfi framkvæmdastjóra áhættustýringar.

Undanfarinn tólf ár hefur Magnús unnið við áhættustýringu hjá SEB en hann hefur einnig starfað í fjármálageiranum í Þýskalandi og Finnlandi.