Á dögunum var haldinn aðalfundur FKA Framtíðar og kosin stjórn fyrir næsta starfsár. FKA Framtíð er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fyrir konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi, að því er kemur fram í tilkynningu.

Deildin leggur mikla áherslu á virka tengslanetsuppbyggingu og hagnýta fræðslu sem nýtist sem innlegg í starfsframa og þróun. Í tilkynningunni segir að FKA framtíð vilji vera stökkpallur fyrir ný tækifæri og framþróun ásamt því að vera stuðningsnet fyrir konur svo þær geti fullnýtt hæfileika sína og möguleika.

Ný stjórn FKA Framtíðar skipa:

  • Anna Björk Árnadóttir, framkvæmdastjóri/eigandi Eventum ehf.
  • Árdís Ethel Hrafnsdóttir, framkvæmdastjóri/eigandi Mantra ehf. og Akkúrat ehf.
  • Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Jiko.
  • Karlotta Halldórsdóttir, samskiptastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
  • Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá YAY ehf.
  • Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, stjórnenda- og fjármálaráðgjafi hjá Sólveig ehf.
  • Thelma Kristín Kvaran, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Intellecta.