Þorsteinn Guðjónsson og Ágúst Schweitz Eiríksson hafa gengið til liðs við Vörð tryggingar. Þorsteinn er ráðinn í starf forstöðumanns einstaklinga og fyrirtækja og Ágúst sem forstöðumaður innan stofnstýringar.

Þorsteinn er hagfræðingur að mennt með MBA í alþjóðlegum viðskiptum. Árin 2006-2013 starfaði hann sem framkvæmdarstjóri Ferðaskrifstofu Íslands en þaðan fór hann yfir til Icelandair þar sem hann starfaði við sölustýringu víða um Evrópu. Árin 2018-2019 sinnti hann hlutverki sölustjóra hjá WOW.

Ágúst Schweitz er viðskiptafræðingur að mennt með meistarapróf í hagfræði og viðskiptaþróun frá CBS í Danmörku. Hann starfaði sem fjármálasérfræðingur hjá Landsbankanum, síðar NBI hf., árin 2006-2011. Frá 2011-2013 starfað hann sem forstöðumaður hagdeildar hjá Sjóvá og árin 2013-2019 sem forstöðumaður greiningar og gagnaráðgjafar hjá fjártæknifyrirtækinu Meniga. Nú síðast starfaði Ágúst hjá Icelandair þar sem hann stýrði þróun greiningarlausna í gagnaþróunardeild fyrirtækisins.