Birkir Ágústsson og Guðjón A. Guðmundsson hafa tekið til starfa hjá Símanum. Birkir sem nýr dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar en Guðjón sem birtingarstjóri.

Birkir Ágústsson kemur til Símans frá Storytel þar sem hann starfaði sem markaðsstjóri og kom að vexti hljóðbókaveitunnar á Íslandi. Áður stýrði Birkir markaðs- og kynningarmálum fyrir Sjónvarp Símans Premium og Enska boltann á Síminn Sport. Birkir starfaði einnig hjá 365 miðlum og stýrði þar kynningardeild Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport.

Birkir er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands. Hann unnið með stærstu sjónvarpsbirgjum í heimi, þar á meðal HBO, Walt Disney, Showtime og English Premier League.

Sem birtingarstjóri mun Guðjón A. Guðmundsson stýra öllum birtingum Símans á innri og ytri miðlum ásamt því að taka þátt í þróun auglýsinga- og tækni lausna Símans.

Hann kemur til Símans frá Datera þar sem hann starfaði sem birtingarstjóri en áður gegndi hann stöðu framkvæmdarstjóra hjá VERT markaðsstofu. Guðjón er með M.Sc í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands og B.Sc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Birkir Ágústsson:

„Við viljum gefa í og auka íslenskt leikið sjónvarpsefni og það mun sjást strax á næsta ári því þá munum við frumsýna meira innlent leikið efni en nokkru sinni fyrr. Það er sérstaklega ánægjulegt að vinna með íslenskt efni og áhorfendur eru þakklátir fyrir íslenska framleiðslu, það sést á áhorfstölum.“

Guðjón A. Guðmundsson:

„Síminn er ekki aðeins stór auglýsandi heldur eru fjölmörg fyrirtæki sem auglýsa yfir miðla Símans og því er ég spenntur að hefja leika og hjálpa Símanum og viðskiptavinum Símans að hámarka sinn árangur enn frekar í síbreytilegu umhverfi auglýsinga.“