50skills, sem sérhæfir sig í hugbúnaðargerð á sviði ráðninga nýrra starfsmanna, hefur ráðið Árna Pétur Gunnsteinsson sem sem framkvæmdastjóra rekstrar. Árni kemur til 50skills frá Lauf Cycling þar sem hann hefur starfað síðastliðið ár í bestun ferla og að auka skalanleika í framleiðslu, þjónustu og gæðamálum. Greint er frá ráðningu Árna í fréttatilkynningu.

Árni starfaði í um áratug fyrir Össur, þar sem hann vann að rekstrarhagræðingu á ýmsum sviðum. Hann er með B.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í Production Engineering & Management frá KTH-háskóla í Stokkhólmi.

„Árni er reynslumikill sérfræðingur með víðtæka reynslu af rekstri og bestunum í alþjóðlegu umhverfi. Sérhæfni 50skills felur í sér að besta verkferla fyrir vinnuveitendur sem snýr að ráðningu á nýju starfsfólki – við gætum því ekki verið ánægðari með að fá Árna með okkur í lið við að leiða þá þróun áfram,” er haft eftir Kristjáni Frey Kristjánssyni, framkvæmdastjóra og meðstofnanda 50skills, í fréttatilkynningu.