Dr. Dan Mooradian hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarmála hjá Kerecis og mun taka sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Dan á að baki feril, bæði í rannsóknar- og stjórnunarstörfum, en hann stýrði m.a. stórum þróunarteymum hjá bandarísku lækningavörufyrirtækjunum Baxter og Boston Scientific.

Klara Sveinsdóttir sem verið hefur framkvæmdastjóri rannsóknar-, þróunar-, gæða- og skráningamála mun hér eftir einbeita sér að gæða- og skráningarmálum og sitja áfram í framkvæmdastjórn.

„Kerecis lauk nýverið 14 milljarða króna hlutafjáraukningu og er ráðning Dans hluti af áætlunum fyrirtækisins um að hraða þróun nýrra vara en markmið fyrirtækisins er að 1/5 af tekjum hvers ár komi að jafnaði frá nýjum vörum,“ segir í tilkynningunni.

Dan, sem er með doktorsgráðu í meinafræði, hefur undanfarin átt ár haft aðkomu að þróunarstarfi Kerecis sem ráðgjafi og þekkir því tækni og reksturs fyrirtækisins.

Klara Sveinsdóttir mun hér eftir einbeita sér að gæða- og skráningarmálum Kerecis og sitja áfram í framkvæmdastjórn félagsins.
Klara Sveinsdóttir mun hér eftir einbeita sér að gæða- og skráningarmálum Kerecis og sitja áfram í framkvæmdastjórn félagsins.
© Aðsend mynd (AÐSEND)