Eyrún Huld Harðardóttir hefur verið ráðin leiðtogi markaðsmála hjá Símanum. Eyrún Huld starfaði í 15 ár í fjármálageiranum, síðast hjá Íslandsbanka þar sem hún starfaði í stafrænni upplifun í markaðsdeild bankans.

Eyrún Huld er fyrrum afrekskona í knattspyrnu og er með B.Sc gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Nova University í Bandaríkjunum ásamt mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði við Háskólanum í Reykjavík.

Eyrún Huld Harðardóttir:

„Ég er mjög spennt að takast á við þau verkefni sem eru framundan hjá Símanum. Síminn er fyrirtæki sem snertir flesta landsmenn á einhvern hátt og ég er full tilhlökkunar að segja sögu Símans og sýna hvað við höfum upp á að bjóða. Síminn á sér langa og farsæla sögu en stendur nú á tímamótum, er að breytast úr gamalgrónu fjarskiptafélagi yfir í stafrænt þjónustufyrirtæki og ég hlakka til þeirrar vegferðar.

Erla Ósk Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Sjálfbærni og menningar hjá Símanum:

„Það er mikill fengur fyrir okkur hjá Símanum að fá Eyrúnu Huld til liðs við fyrirtækið. Hún hefur einstaka þekkingu á stafrænni upplifun viðskiptavina, stafrænni vöruþróun og markaðsmálum sem mun efla Símann enn frekar á sinni vegferð í að bæta enn frekar þjónustuupplifun viðskiptavina.“