Þetta er virkilega spennandi tími til að koma til Símans. Fyrirtækið er í miklu umbreytingarferli og það er spennandi vegferð framundan.“ segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir, sem hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar hjá félaginu.

Erla var framkvæmdastjóri upplifunar starfsmanna hjá The Reykjavik Edition hótelinu sem var opnað um miðjan október 2021. Þar áður starfaði hún sem forstöðumaður mannauðs og menningar hjá Icelandair Hotels frá árinu 2015 til 2021. „Ég byggði upp sambærileg svið frá grunni bæði hjá Edition og Icelandair Hotels. Ástríðan mín liggur á þessu sviði, að hjálpa fólki að skara fram úr til að verða besta útgáfan af sjálfum sér.“

Erla er fædd og uppalin í Stykkishólmi, en þar var hún einmitt stödd þegar þetta viðtal var tekið. „Ég er úti í eyju á Breiðafirði að tína egg í sól og blíðu, á eyju sem er beint á móti húsi foreldra minna.“

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.