Lilja Gísladóttir hefur verið ráðin sem stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri frá og með 1. maí næstkomandi. Starfið felst í því að leiða alla starfsemi pósthúsa og póstvinnslu á Eyjafjarðarsvæðinu.

Lilja hefur mikla þekkingu á innviðum Póstsins en hún hefur starfað hjá Póstinum frá 2002, fyrst sem þjónustufulltrúi og síðar sem þjónustustjóri.

„Að taka við starfi stöðvarstjóra á Akureyri er einstakt tækifæri og mun sú þekking og reynsla sem ég hef öðlast úr þjónustudeildinni koma sér vel í þessu nýja hlutverki. Undanfarin ár hafa verið ár breytinga, m.a. í takt við óskir okkar viðskiptavina um stafrænar og hraðar lausnir. Ég hlakka til að taka þátt í spennandi verkefnum með nýju teymi og nýjum áskorunum,“ segir Lilja.

Kjartan Flosason, forstöðumaður pósthúsa.

„Lilja hefur verið algjör lykilmanneskja í þjónustuveitingu Póstsins síðustu ár og því er mikill fengur fyrir okkur að fá hana yfir á þessa hlið rekstarins, þar sem hún þekkir mjög vel alla starfsemi og þjónustu sem Pósturinn hefur upp á að bjóða. Lilja hefur góða reynslu af því að byggja upp sterka liðsheild og sú reynsla mun tvímælalaust nýtast vel á okkar stóru starfsstöð á Akureyri, því sterk liðsheild er lykillinn að góðri þjónustu og góðum árangri.“