Ríkey Ásta Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri framkvæmda- og gæðamála hjá Yggdrasil Carbon. Hún kemur til fyrirtækisins frá Nova þar sem Ríkey starfaði sem greiðslu- og viðgerðarfulltrúi.

Yggdrasill Carbon var stofna á Egilsstöðum árið 2020 og vinnur að loftslagsverkefnum í náttúru Íslands sem gefa vottaðar kolefniseiningar. Ein vottuð kolefniseining verður til þegar eitt tonn af koltvísýringi er dregið úr andrúmslofti eða er hindrað að berist í andrúmsloftið.

„Við erum gríðarlega ánægð að fá Ríkeyju inn í teymið okkar og hefur hún komið inn af miklum krafti nú þegar.“ segir Björgvin Stefán Pétursson framkvæmdastjóri YGG.

Ríkey er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands

„Ég er mjög ánægð að hefja störf hjá YGG. Ég hlakka til að takast á við þau spennandi verkefni sem eru framundan hjá okkur.“ segir Ríkey.