GEORG Rannsóknaklasi í jarðhita hefur ráðið þær Sigurbjörgu Ástu Jónsdóttur og Ester S Halldórsdóttur sem verkefnistjóra í alþjóðlegum verkefnum sem GEORG hefur yfirumsjón með.

Sigurbjörg Ásta mun taka við yfirverkefnastjórastöðu í uppbyggingu rannsókna innviða í kvikufræðum í Kröflu. Verkefnið felst í að bora ofan í kvikuna við Kröflu og koma þar fyrir mælitækjum til að öðlast aukna þekkingu á tengslum jarðhita og kviku og kanna möguleika á nýtingu þess mikla varma sem í kvikunni felst.

„Það er afar spennandi að taka yfir verkefnastjórnun á eins veigamiklu verkefni og Krafla Magma Testbed. Þetta verkefni á eftir að skipta sköpum við að bæta skilning okkar á kvikunni í iðrum jarðar til að bæta vöktun og almannavarnir vegna eldgosa sem og að skoða hagkvæmari möguleika á orkunýtingu á jarðvarma.“

Sigurbjörg starfaði um árabil hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel við stefnumótun, verkefnastjórnun og nýsköpun, en frá 2018 gegndi hún stöðu framkvæmdastjóra hjá sprotafyrirtækinu RetinaRisk. Sigurbjörg lauk meistaranámi í alþjóðalögum frá Háskólanum í Cambridge árið 1998 og er með Prince 2 vottun í verkefnastjórnun frá 2017.

Ester mun ganga til liðs við við verkefnastofu orkuskipta- og stefnumótunar verkefna sem GEORG leiðir og eru unnin í samstarfi við hagaðila í Evrópu og Bandaríkjunum.

"Það er virkilega gaman að hefja störf hjá GEORG jarðhitaklasa og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi í þróun jarðhitaorku. Við stöndum á tímamótum þar sem hraða þarf orkuskiptum og þróun grænna orkulausna, og það er spennandi að taka þátt í þeirri vegferð með öflugu teymi GEORGs."

„Ég hlakka til samstarfsins og er viss um að reynsla þeirra og þekking á verkefnastjórnun og alþjóðasamskiptum eigi eftir að nýtast mjög vel“

Ester starfaði áður hjá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi um árabil sem sérfræðingur í viðskipta- og efnahagsmálum. Einnig starfaði Ester á sviði alþjóðasamskipta í Kína og Mósambík. Hún lauk meistaranámi í alþjóðasamskiptum frá University of Westminster árið 2012, og mun ljúka meistaranámi í verkefnastjórnun frá EAE Business School í Barcelona síðar á þessu ári.

„Framundan hjá okkur eru krefjandi og skemmtileg verkefni tengt orkuskiptum í Evrópu og uppbyggingu rannsóknainnviða í Kröflu. Það er því afar ánægjulegt að fá svo öflugar konur til liðs við okkur í þeim mikilvægu verkefnum. Ég hlakka til samstarfsins og er viss um að reynsla þeirra og þekking á verkefnastjórnun og alþjóðasamskiptum eigi eftir að nýtast mjög vel,“ segir Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri GEORG.