Sigurður Elvar Sigurðsson hefur hafið störf hjá Trackwell, en hann mun stýra uppbyggingu á þjónustustjórnun fyrir Flota og Hafsýn sem eru sögð vera ört stækkandi vörumerki innan Trackwell á sviði flotastýringar á facebooksíðu félagsins.

Sigurður Elvar starfaði síðasta árið sem verkefnastjóri hjá Securitas en einnig hefur hann starfað sem vöru- og viðskiptastjóri hjá Arctic Track, en þar hafði hann umsjón með sölu flotastýringakerfis og þjónustu viðskiptavina.

Teymið stækkar! Sigurður Elvar Sigurðsson hefur hafið störf hjá Trackwell. Sigurður starfaði áður sem vöru- og...

Posted by Trackwell on Tuesday, 12 January 2021