Sigurrós Pétursdóttir hefur verið ráðin þjónustustjóri hjá Jaguar Land Rover í Reykjavík. Sigurrós, sem er alþjóðamarkaðsfræðingur, býr að tveggja áratuga langri og fjölbreyttri starfsreynslu í bílageiranum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Áður starfaði hún meðal annars hjá Toyota á Íslandi, þar sem hún vann til að mynda náið að fjölbreyttum verkefnum með Evrópuskrifstofu framleiðandans í Brussel, svo sem á sviði þjálfunar, verðsamninga og vörustjórnar. sem nýtast mun vel í starfi þjónustustjóra Jaguar Land Rover að því er segir í tilkynningunni.

Sigurrós er fædd og uppalin í Reykvík. Hún er gift Davíð Stefáni Guðmundssyni, meðeiganda og yfirmanni upplýsingatækniráðgjafar Deloitte, og eiga þau þrjú börn á aldrinum átta til nítján ára.