Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, sem sérfræðingur í samskiptum og miðlum. Hann greindi frá þessu í færslu á Linkedin á dögunum.

Steinar starfaði síðast sem forstöðumaður markaðsmála hjá Play. Þar áður var hann hjá Viðskiptaráði og markaðsstjóri Skeljungs. Hann stýrði einnig stafrænni markaðssetningu N1 um tíma.

Steinar Þór er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. í íþróttavísindum frá tækni- og verkfræðideild HR.