Cintamani hefur ráðið Þóru Ragnarsdóttur sem hönnuð hjá fyrirtækinu, en hún hóf störf síðastliðin mánaðarmót. Þóra er með BA gráðu í hönnun frá The American College in London. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þóra starfaði sem hönnuður hjá Cintamani á árunum 2006-2015 en núna síðast var hún í framleiðsludeild 66°Norður. Áður starfaði Þóra meðal annars hjá Reiss og French connection í London.

„Með ráðningu Þóru til Cintamani er komið enn eitt púslið sem mun tryggja það að áfram geta viðskiptavinir notið fallegrar hönnunnar og gæða sem Cintamani hefur í um 30 ára sögu tryggt Íslendingum. Þóra er einn reynslumesti hönnuður á Íslandi í útivist og við hlökkum til að vinna með henni,“ er haft eftir Einari Karli Birgisssyni framkvæmdastjóra Cintamani í tilkynningunni.

Þóra segist hlakka mikið til að koma aftur að hönnun hjá Cintamani. „[Ég] finn fyrir miklum krafti þar og verður gaman að takast á við að styrkja enn stöðu Cintamani á útvistarmarkaðnum með fallegum gæða útivistarvörum.“