Hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Arango hefur ráðið til sín þrjá nýja ráðgjafa. Hjá Arango starfa nú 9 sérfræðingar í ráðgjöf, innleiðingum og þróun lausna fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir.

Emilía Ottesen mun starfa sem „Customer Success Manager” ásamt því að sinna verkefnastjórn, breytingastjórnun og ráðgjöf. Emilía hefur lokið BA gráðu í alþjóðlegri samskipta stjórnun frá háskólanum í Haag ásamt því að vera vottaður verkefnastjóri frá HR. Emilía hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Marel í alþjóðlegum verkefnum með áherslu á innleiðingar, samþættingu gagna og kerfa.

Adam Jens Joelsson tekur til starfa sem ráðgjafi og forritari hjá Arango. Adam er með BSc gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands auk Masters gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá DTU, Tækniháskóla Danmerkur.

Birgir Orri Óðinsson er með BSc gráðu í Hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands þar sem hann lauk námi árið 2019. Birgir starfaði áður hjá Myllunni þar sem hann sinnti innkaupastjórn ásamt því að vinna að uppsetningum á upplýsingatæknilausnum.

Arango sérhæfir sig í innleiðingum á stafrænum lausnum til hagræðingar innri ferla hjá fyrirtækjum með Power Platform auk innleiðinga á Microsoft viðskiptalausnum fyrir sölu, þjónustu og markaðssetningu.

„Við hjá Arango erum ákaflega ánægð með að ná að laða til okkar unga hæfileikaríka einstaklinga með ferskar hugmyndir sem fá tækifæri til að læra og taka þátt í þeim spennandi verkefnum sem framundan eru,” segir Sigurður Hilmarsson framkvæmdastjóri Arango.