Alþjóðaleiklistarstofnunin hefur gert frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, að sendiherra leiklistar í heiminum.

Vigdís tók við tilnefningu þessa efnis á samkomu í Madríd á laugardaginn en þing Alþjóðaleiklistarstofnunin stóð þar yfir í nýliðinni viku.

Á fréttavef Ríkisútvarpsins segir að frú Vigdís sé fyrst til þess að taka við þessum titli, en hún var fyrst kölluð upp á svið. Auk hennar voru sex önnur fyrirmenni sem hlutu þessa nafnbót. Þau munu vera Václav Havel, skáld og fyrrverandi forseti Tékklands, Nóbelsskáldið  Wole Soyinka frá Nígeríu, Girish Karnad, leikskáld frá Indlandi, leikstjórinn Ellen Stewart frá Bandaríkjunum, Arnild Wesker, leikskáld frá Bretlandi og rússneski leikstjórinn Anatolí Vassilíev.