Akkur – greining og ráðgjöf hefur lagt mat á rekstur Arion banka og Kviku banka sitt í hvoru lagi næstu árin, fyrsta mat á samlegð og bráðabirgðartölur (e. ProForma) fyrir sameinað félag.

Árin 2027 og 2028 verða áhrifin að fullu komin fram aðallega vegna lægri rekstrarkostnaðar. Alexander Jensen Hjálmarsson, stofnandi Akkurs, telur að til lengri tíma séu mestu tækifærin til frekari kostnaðarsamlegðar vera að lækka fjármögnunarkostnað sameinaðs banka enn frekar. Í greiningunni er ekki lagt mat á mögulega tekjusamlegð en helstu tækifærin þar eru að hans mati í bresku starfsemi Kviku.

Hvað V/H hlutfall fyrir sameinað félag varðar, þ.e. markaðsvirði sem hlutfall af hagnaði, þá byggir það á dagslokagengi Arion banka föstudaginn 11. júlí, sem stóð í 171 krónu, og fyrirhuguðum fjölda bréfa eftir samruna. Miðað við fyrirliggjandi forsendur yrði sameinaður banki 320 milljarða króna virði eða sem nemur 6,9-7,3x hagnaði með samlegð árin 2027 og 2028.

Alexander bendir á að V/H hlutfallið fyrir árin 2025 og 2026 sé svipað og fyrir t.d. Íslandsbanka. Árin 2027-2028 er hlutfallið aftur á móti mjög lágt að mati Alexanders.

„Það skýrist einna helst af því að ég tel að það muni taka tíma fyrir samlegð að skila sér í reksturinn auk þess sem hagnaður Kviku er að vaxa hratt,“ segir hann.

Nánar ef fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.