Hagvöxtur hefur ekki verið minni hér á einum ársfjórðungi síðan á þriðja fjórðungi árið 2010, þ.e. síðan hagkerfið tók að taka við sér eftir bankahrunið árið 2008, samkvæmt upplýsingum Greiningar Íslandsbanka. Greining bankans bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að með tilliti til fólksfjölgunar sem var 0,8% á sama tímabili stóð verg landsframleiðsla  í stað að raungildi. Það merkir að hagvöxtur á mann reyndist 0%.

Greiningin segir tölurnar undirstrika það sem fram hefur komið í nýlegum þjóðhagsspám að dregið hafi úr hagvexti og útlit er fyrir að hann verði hægur í ár.