Verðbólga í Bretlandi mældist 0% í febrúarmánuði í Bretlandi. BBC News greinir frá þessu.

Þetta er minnsta verðbólga sem mælst hefur í landinu frá árinu 1988 þegar mælingar hófust. Sérfræðingar höfðu búist við minni verðbólgu, en þessi lækkun er þó meiri en búist var við. Gerðu flestir ráð fyrir að verðbólgan myndi mælast 0,1%.

„Þrátt fyrir að verðbólga mælist nú 0% er ólíklegt að við munum sjá verðfall yfir langan tíma, sérstaklega eftir að olíuverð nær sér aftur á strik,“ segir Rain Newton-Smith, yfirhagfræðingur hjá samtökum iðnaðarins í Bretlandi.