Ríkissjóður hefur birt árshlutauppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Heildarútgjöld ríkisins á fyrstu níu mánuðum ársins voru 472,4 milljarðar króna. Afkoman er 1,9 milljörðum umfram fjárheimildir, en 3,5 milljörðum innan heimilda þegar tekið er tillit til fjárheimildastöðu frá fyrra ári. Hallinn á árinu nemur 0,3%.

Samtals eru 227 fjárlagaliðir með útgjöld innan heimilda, en 134 eru með útgjöld umfram fjárheimildir. Af þessum 134 eru 53 sem eru með halla undir 10 milljónum króna, en gert er ráð fyrir að flestir þessara liða verði innan fjárheimilda um árslok.

Af 15 stærstu útgjaldaliðunum fara fimm um 8 milljarða fram úr heimildum. Fjáraukalög gera ráð fyrir að 10 af 15 stærstu hallaliðunum fá viðbótarfjárheimildir.