*

föstudagur, 3. apríl 2020
Innlent 20. febrúar 2020 08:15

0,5% vaxtaafsláttur fyrir Teslur

Ergo býður Tesla-kaupendum betri vaxtakjör. Fyrstu bílarnir seldir hér eru væntanlegir til landsins á næstu dögum.

Júlíus Þór Halldórsson
Model 3 bíllinn frá Tesla hefur selst eins og heitar lummur hér á landi eftir opnun útibús í september síðastliðnum.
Aðsend mynd

Ergo býður kaupendum Tesla-bifreiða 0,5% afslátt af vaxtakjörum bílalána til að fjármagna kaupin, samkvæmt samningi við hérlent útibú rafbílaframleiðandans.

Fyrstu bílarnir sem afhentir verða hér á landi eru væntanlegir til landsins í næstu viku, og verða afhentir í næsta mánuði, en mörg hundruð manns hafa pantað bíla síðan útibúið var opnað í september síðastliðnum.

Við útibúið stendur í dag eina ofurhleðslustöð fyrirtækisins á landinu – hraðhleðslustöð sem hleður hraðar en stöðvar ON, en stendur aðeins Tesla-bifreiðum til boða – en félagið stefnir á að opna tvær til viðbótar á Akureyri og Egilsstöðum á þessu ári, auk þess sem stöðvar eru í burðarliðnum við Staðarskála og á Kirkjubæjarklaustri.

Stikkorð: Tesla