Fjármálaráðuneytið mun taka Helguvíkurframkvæmdina með inn í næstu hagvaxtarspá sína en hagfræðingar virðast sammála um að þensluáhrif framkvæmdanna séu hverfandi á þessum tíma.

Áhrif álvers í Helguvík komu fram í fráviksspá efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins í júní á síðasta ári og var þá gert ráð fyrir að framkvæmdirnar gæti aukið hagvöxt á þessu ári um 0,2%.

Að sögn Þorsteins Þorgeirssonar, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofunnar, munu framkvæmdir vegna álvers í Helguvík verða teknar með inn í næstu meginspá ráðuneytsins sem liggur fyrir 15. apríl næstkomandi enda lítur allt út fyrir að verkefnið sé komið af stað.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .