*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 16. júní 2018 14:55

1-1 í fyrsta leik Íslands á HM

Ísland og Argentína gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslenska vörnin stóð eins og klettur allan seinni hálfleikinn.

Ritstjórn
epa

Ísland og Argentína gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslenska vörnin stóð eins og klettur allan seinni hálfleikinn.

Sergio Aguero kom Argentínu yfir á 19. mínútu en Alfreð Finnbogason jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar og var jafnt í hálfleik.

Á 63. mínútu fengu Argentínumenn víti þegar Hörður Björgvin braut á Aguero í teig Íslendinga. Hannes Þór Halldórsson, markvörður og sennilega einn besti leikmaður Íslands í leiknum, varði skot Lionel Messi. Argentínumenn voru mun meira með boltan í leiknum og mæddi mikið á íslensku vörninni allan seinni hálfleikinn sem stóðst þunga sókn argentínska liðsins.

Lokaniðurstaða varð því jafntefli í fyrsta leik Íslands á HM.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is