Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um tæplega 1% í apríl í ár í samanburði við apríl á síðasta ári. Framboð félagsins og sala í mánuðinum var einnig nánast hin sama og á síðasta ári með þeim afleiðingum að sætanýting var einnig mjög svipuð og í apríl í fyrra eða 72,7%, á móti 73,5%.

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur farþegum Icelandair fjölgað um 9,9% milli ára, úr 321 þúsundi í fyrra í 252 þúsund í ár. Sætanýting hefur aukist um 2,3 prósentustig, en framboðið var 7,6% meira en á fyrsta þriðjungi síðasta árs.

Farþegum í innanlandsflugi Flugfélags Íslands fjölgaði um 6,4 % í samanburði við apríl á síðasta ári, og voru rúm 27 þúsund. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru þeir 6,4% fleiri en í fyrra.

Flutningar hjá Icelandair Cargo voru 0,7% minni í apríl í ár en í fyrra og hafa aukist um 2,5% á fyrstu fjórum mánuðum árins.

Fartímar (block-hours) hjá Loftleiðum-Icelandic voru 28% fleiri en á sama tíma í fyrra og á fyrstu fjórum mánuðum árins voru fartímarnir 4% fleiri en í fyrra.