Samfylkingin bætir mikið við sig samkvæmt nýrri könnun Zenter fyrir Fréttablaðið , og mælist flokkurinn nú rétt rúmlega einu prósentustigi frá stærsta flokknum Sjálfstæðisflokknum, þegar spurt var: Hvaða flokk myndir þú kjósa ef kosið yrði nú?

Bætir flokkurinn við sig 4,6% prósentustigum frá síðustu könnun Zenter frá því í september, meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að dala, en fyrir rúmum mánuði var hann með 21,5%, en fékk 25,3% í kosningunum árið 2017.

Næstu fjórir flokkar, VG, Miðflokkurinn, Viðreisn og Píratar eru svo allir á svipuðum slóðum í frá tæplega 11% í tæplega 13%. Loks bætir Framsóknarflokkurinn við sig um prósentustigi, mælist með 7,3%, en mældist rétt rúmlega prósentustigi yfir lágmarksfylgi til að fá uppbótarþingmenn eða með 6,2% síðast.

Flokkur fólksins mælist með sama fylgi og síðast, 4,0%, sem er undir 5% markinu til að fá uppbótarþingmenn. Aðrir flokkar mælast með minna, eða samanlagt 4,0%, en síðast mældust þeir saman með 5,2%.

Hér má skiptingu fylgis flokkanna samkvæmt könnun Zenter sem gerð var 10. til 14. október af úrtaki 2.300 einstaklinga 18 ára og eldri en svarhlutfallið var 53%:

  • Sjálfstæðisflokkur með 19,6%, mældist með 21,5% í september og fékk 25,3% í kosningunum 2017
  • Samfylkingin með 18,5%, mældist með 13,9% í september og fékk 12,1% í kosningunum 2017
  • Vinstri græn með 12,7%, mældist með 12,9% í september og fékk 16,9% í kosningunum 2017
  • Miðflokkurinn er með 11,6%, mældist með 12,5% í september og fékk 10,9% í kosningunum 2017
  • Viðreisn er með 11,3%, mældist með 12,3% í september og fékk 6,7% í kosningunum 2017
  • Píratar eru með 10,9%, mældist með 11,4% í september og fékk 9,2% í kosningunum 2017
  • Framsóknarflokkurinn er með 7,3%, mældist með 7,3% í september og fékk 10,7% í kosningunum 2017
  • Flokkur fólksins er með 4,0%, mældist með 4,0% í september og fékk 6,9% í kosningunum 2017
  • Aðrir fá 4,0%, mældust með 5,2% í september en fengu samanlagt 1,5% atkvæða í kosningunum 2017.