Verslanakeðjan 10-11 hefur lokað tveimur verslunum. Um er að ræða verslanir 10-11 í Leifstöð og í Kringlunni en þær voru smærri í sniðum en aðrar verslanir 10-11 og gengu undir nafninu 10-11 míní.

Í frétt á heimasíðu Haga kemur fram að ár er síðan að 10-11 hóf að gera tilraunir með verslanir sem fengu nafnið 10-11 míní.

10-11 míní voru minni í siðum en hefðbundnar 10-11 verslanir og vöruúrval ekki eins mikið. "Eins og staðan er í dag þá er ekki rekstrargrundvöllur fyrir 10-11 míní og ákvörðun tekin um að loka. Engum af hefðbundnum 10-11 verslunum hefur verið lokað," segir í frétt Haga.