Verslunin 10-11 hefur skrifað undir samstarfssamning við Bónusvídeó að því er kemur fram í frétt á heimasíðu Haga eiganda 10-11.  Þessi samningur mun gera viðskiptavinum 10-11 kleift að versla matvöru og leigja sér mynd í leiðinni.

Einnig geta viðskiptavinir Bónusvídeó nú leigt sér mynd og um leið valið úr meira úrvali að sælgæti og snakki en áður segir í fréttinni.  Bónusvídeó er með heimsíðu þar sem hægt er að skoða og panta þær myndir sem fólk óskar sér einnig hafa þeir útfært einfaldar leiðir í gegnum snertiskjái í myndbandaleigum sínum til að leigja sér mynd.      Með samvinnu fyrirtækjanna er nú hægt að leigja mynd á netinu og sækja í verslun 10-11 eða nýta sér snertiskjái í verslun 10-11 til að finna réttu spóluna!  Til að byrja með verður þessi þjónusta fáanleg í eftirtöldum verslunum 10-11:  Eggertsgötu, Engihjalla, Glæsibæ, Grímsbæ, Hjallabrekku, Laugalæk, Lágmúla og Staðarbergi.