Regluleg laun fullvinnandi stjórnenda á almennum vinnumarkaði námu 821 þúsund krónum króna að meðaltali í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar . Fleiri stjórnendur voru með laun undir meðaltalinu en yfir því en helmingur hópins var með 717 þúsund krónur á mánuði eða minna en það var miðgildi hópsins. Hagstofan segir starfstéttina stjórnendur misleitan hóp en þar á meðal eru bæði yfirmenn deilda og æðstu stjórnendur fyrirtækja. Regluleg laun karlkyns stjórnenda voru 872 þúsund krónur á mánuði að meðaltali en meðaltal kvenkyns stjórnenda var 684 þúsund krónur á mánuði.

Stjórnendur voru sömuleiðis með hæstu heildarlaunin í fyrra á almennum vinnumarkaði eða 904 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Heildarlaun karla voru 964 þúsund að meðaltali á mánuði og heildarlaun kvenna 745 þúsund krónur. Greiddar stundir karlkyns stjórnenda voru 40 stundir á viku að meðaltali og 39,7 stundir hjá kvenkyns stjórnendum. Þá voru um 20% karlkyns stjórnenda með heildarlaun hærri en 1,2 milljónir króna á mánuðin en um 10% kvenstjórnenda.

Verkafólks var með lægstu launin í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Þau voru 296 þúsund krónur að meðaltali. Hins vegar var afgreiðslufólk með lægstu heildarlaunin í fyrra eða 367 þúsund krónur að meðaltali.