Útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála námu 157,1 milljarði króna á síðasta ári jukust um 10% á milli ára. Alls fóru um 16,7% heildarútgjalda í opinberum rekstri fara til þessa málaflokks. Þetta kemur fram í Fjármálum hins opinbera sem gefið var út af Hagstofu Íslands í dag.

Útgjöld til heilbrigðismála drógust saman um 0,1 prósentustig sem hlutfall af landsframleiðslu. Útgjöld til málaflokksins sem hlutfall af landsframleiðslu hafa verið stöðug milli 7% og 7,2% frá árunum 2010. Meðaltal áranna 1998 til 2015 er 7,4%, en þar skiptir miklu máli að hlutfallið fór yfir 8%á árunum 2002 og 2003.

Útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála voru um 475 þúsund krónur á mann á árinu 2015, en þau þau hafa aukist um 2,5% á mann á föstu verði frá árinu 2010. Á árunum 2002 til 2009 voru þau aftur á móti hærri eða frá 500-520 þúsund krónur, á verðlagi 2015.

© vb.is (vb.is)

Heimild: Hagstofa Íslands

Hlutfall heimilanna í heilbrigðisútgjöldum lækkar

Hlutfall heimilana í heildarútgjöldum til heilbrigðisþjónustu var 18,2% á síðasta ári, en það er heldur lægra en undanfarin ár. Árið 2010 var hlutfallið 19,6%, 2011 var það 19,4%

© vb.is (vb.is)

Heimild: Hagstofa Íslands