Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sést talverð aukning meðal þeirra sem óttast frekar eða mjög mikið að smitast af Covid 19 veirusjúkdómnum sem nú æðir yfir heimsbyggðina frá því sem var um miðjan mánuðinn, eða úr um fimmtungi í um 30%.

Á sama tíma hefur þeim fjölgað um 11 prósentustig sem hafa miklar áhyggjur af efnahagslegum áhrifum Covid 19, eða úr 69,3% í heildina í 80,3%, en fjölgunin er nær öll í hópi þeirra sem hafa mjög miklar áhyggjur, eða úr 19,1% í 29,5%

Samkvæmt könnuninni sem framkvæmd var dagana 20. til 26. mars eru 24,5% sem óttast frekar mikið að smitast og 5,4% sem óttast það mjög mikið. Í síðasta þjóðarpúlsi sem lauk 16. mars síðatliðinn voru einungis 18,2% sem óttuðust frekar mikið smit og og um helmingi færri sem óttuðust það enn meira en nú.

Að sama skapi hefur þeim fækkað sem óttast það mjög lítið, eða úr 13,7% í 7,3%, meðan þeim sem óttast það frekar mikið hefur fækkað úr 25,8% í 22,4%. Fjöldi þeirra sem eru í hvorki né hópnum hefur haldist í ca 40%, en hann var 31% í Þjóðarpúlsi um sama mál 9. febrúra síðastliðinn.