*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 20. janúar 2020 13:47

10% hækkun við kaup á 10% hlut

Fredensborg bætir meira við sig í Heimavöllum og nálgast hækkun gengis bréfa félagsins 10% í dag.

Ritstjórn
Guðbrandur Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Heimavalla hringdi inn fyrstu viðskiptin með bréf félagsins þegar það fór á hlutabréfamarkað.
Haraldur Guðjónsson

Gengi bréfa Heimavalla hafa hækkað um 9,40% í dag í nærri 1,5 milljarða króna viðskiptum með bréf félagsins, eftir að félagið Fredensborg frá Noregi hefur nú keypt yfir 10% hlut í félaginu. Er gengi bréfa félagsins nú komið í 1,28 krónur þegar þetta er skrifað.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun keypti norska íbúðaleigufélagið rúmlega 7% hlut í félaginu, þar af helminginn af Klasa sem verið hefur eigandi rúmlega fimmtungshlutar í félaginu.

Fjárfestarnir á bakvið það félag voru í forsvari fyrir hópinn sem vildi taka félagið af hlutabréfamarkaði á ný. Í morgun keypti norskra félagið 810,1 milljón hluti, en eftir viðbótarviðskiptin nú á félagið rétt tæplega 1.150 milljón hluti, sem samsvara 10,22% hlut í félaginu.

Stikkorð: Heimavellir Fredensborg