Komið hefur í ljós að samtals eiga um 32 þúsund sjúkratryggðir einstaklingar eiga rétt á endurgreiðslu frá Tryggingastofnun, samtals um 72 milljónir króna, og er stofnunin byrjuð að endurgreiða viðkomandi aðilum.

Upphæðirnar eru misháar. Íslendingar er nú um 313 þúsund talsins, þannig að um er að ræða yfir 10% þjóðarinnar.

Um er að ræða greiðslur sem viðtakendur hafa greitt umfram hámarkskostnað og sem þeir hefðu væntanlega ekki endurheimt ef ekki væri fyrir nýlegt sjálfvirkt greiðslufyrirkomulag. Um 57.000 afsláttarkort vegna heilbrigðisþjónustu voru gefin út árið 2007.

Endurgreiðslur verða lagðar beint inn á bankareikninga einstaklinganna í flestum tilvikum, en hafi TR ekki þær upplýsingar eru viðkomandi beðnir um að hafa samband við stofnunina