Í skýrslunni Human Rights Risk Atlas fyrir 2014 kom í ljós að á síðustu sex árum hefur löndum, þar sem mannréttindi eru fótum troðin, fjölgað mjög mikið. Þetta kemur fram í The Huffington Post.

Af þeim 197 löndum sem voru könnuð voru 20 lönd flokkuð sem lönd þar sem mannréttindi voru ítrekað brotin árið 2008. Í dag hefur þessum löndum hins vegar fjölgað í 34. Á listanum eru löndin Sýrland, Egyptaland, Líbía, Malí og Guinea-Bissau en í öllum þeim löndum hefur ástandið snarversnað síðustu árin, samkvæmt skýrslunni.

Flest landanna tilheyra Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku en löndin tíu þar sem ástandið er verst á sviði mannréttinda eru:

  1. Sýrland
  2. Súdan
  3. Alþýðulýðveldið Kongó
  4. Pakistan
  5. Sómalía
  6. Afganistan
  7. Írak
  8. Mýanmar
  9. Jemen
  10. Nígería.