Vaxandi ólga og hryðjuverkastarfsemi í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku sem og vargöld í Austur-Afríku eru meginorsakir þess að pólitískur óstöðugleiki vex í heiminum. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Maplecroft um pólitískan stöðugleika á alþjóðagrundvelli.

Síðan 2010 hefur ástandið í Sýrlandi versnað mest. Landið var í 44. sæti árið 2010 en er í öðru sæti í dag. Sómalía trónir á toppnum yfir pólitískan óstöðugleika. Afganistan, Súdan og Alþýðulýðveldið Kongó eru einnig á meðal landa í efstu fimm sætunum.

Hér má sjá löndin tíu þar sem pólitískur óstöðugleiki er mestur í heiminum:

  1. Sómalía
  2. Sýrland
  3. Afganistan
  4. Súdan
  5. Alþýðulýðveldið Kongó
  6. Mið-Afríkulýðveldið
  7. Jemen
  8. Líbía
  9. Suður-Súdan
  10. Írak

Nánar má lesa um pólitískan óstöðugleika í heiminum og skýrslu Maplecroft hér á vefsíðu CNN .